Ásdís Arnardóttir
Chellist
Ásdís Arnardóttir sellóleikari hefur undanfarin 12 ár búið og starfað á Norðurlandi. Hún kennir á selló, kontrabassa, stjórnar strengjasveitum og hefur umsjón með kammertónlist í Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hún hefur verið leiðandi sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þennan tíma. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum viðburðum á svæðinu eins og Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju, Barokksmiðju Hólastiftis, Sumartónleikum á Hólum, Norðlenskar konur í tónlist svo eitthvað sé nefnt. Ásdís hefur verið formaður Tónlistarfélags Akureyrar síðan 2013 og hefur haft umsjón með tónleikum félagsins.
Áður en Ásdís flutti norður starfaði hún við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Suzukitónlistarskólann í Reykjavík auk þess sem hún var fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands 2007-2010, spilaði með Íslensku Óperunni og var virk í ýmis konar samspili.
Ásdís er með mastersgráðu í sellóleik frá Boston University.