Ólafur Freyr Birkisson
Bass-Baritone
Ólafur Freyr Birkisson bass-baritón nemur söng við Listaháskóla Íslands hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni og Dísellu Lárusdóttur. Áður nam hann við Söngskólann í Reykjavík hjá Agli Árna Pálssyni og Hrönn Þráinsdóttur. Ólafur hefur sótt og sungið á masterklössum hjá Roland Schubert og Stuart Skelton.
Ólafur hefur farið með ýmis hlutverk. Þar má helst nefna hlutverk Gísla í nútímaóperunni Raven‘s Kiss eftir Evan Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson, Tevye í söngleiknum Fiðlarinn á þakinu undir leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og hlutverk Dantes í samtímaóperunni Ekkert er
sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson. Ólafur hefur komið fram sem einsöngvari með Kór Langholtskirkju, þ.á.m. í Requiem eftir Fauré og í mars 2021 fór hann með hlutverk Pílatusar í flutningi kórsins á Jóhannesarpassíu J.S. Bach
undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.