Óskar Tinni Traustason

Óskar Tinni Traustason er fæddur árið 2005 í Reykjavík.
Hann var í drengjakór Hallgrímskirkju frá 7 til 8 ára og eftir það sótti hann nokkur námskeið í söng, m.a. hjá Söngskóla Maríu Bjarkar og í Sönglist. Óskar lærði á píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Árið 2019 hóf hann nám í Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem hann hefur notið leiðsagnar Gunnars Guðbjörnssonar til dagsins í dag og er núna á miðstigi í söngnáminu.
Á 30 ára afmælistónleikum Drengjakórs Reykjavíkur söng hann einsöng í Neskirkju. Hann söng í óperuni "Gretti" eftir Þorkel Sigurbjörnsson árið 2022 með Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz.