Þórdís Gerður Jónsdóttir

Cellist

Þórdís Gerður Jónsdóttir_cThereseVadum-3.jpg

Þórdís Gerður Jónsdóttir er sellóleikari sem hefur þá sérstöðu að leika jöfnum höndum sígilda tónlist og jazz. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2017 undir handleiðslu Bryndísar Höllu Gylfadóttur og lauk meistaragráðu vorið 2021 frá danska konservatoríunu í Árósum þar sem aðalkennari hennar var Henrik Brendstrup. Þórdís lauk burtfararprófi frá jazzdeild Tónlistarskóla FÍH þar sem aðalkennari hennar var Hilmar Jensson, rafgítarleikari. Þórdís er stofnmeðlimur kammerhópsins Cauda Collective og leikur nú með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún gaf út hljómplötuna Vistir með hennar eigin tónsmíðum og útsetningum vorið 2021. Vorið 2014 lauk Þórdís námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og viðbótardiplómu í lýðheilsuvísindum vorið 2019. Hún starfar á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á milli tónleika. 

Sponsors and partners