Þorvaldur Halldórsson

Slagverk

393076971_133239143201387_4149891685322914744_n

Þorvaldur Halldórsson (1986) stundaði ungur trommunám við Tónlistarskólann í Garði og síðar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þaðan lá leið hans í Tónlistarskóla FÍH, þaðan sem hann lauk burtfararprófi í djass- og rokktrommuleik árið 2009. Árið 2013 hóf hann nám í trommu- og slagverksleik við Berklee College of Music í Boston og lauk þaðan B.Mus. gráðu árið 2015. Hann hefur starfað sem trommu- og slagverksleikari í ýmsum verkefnum, svo sem í leiksýningum, tónleikauppfærslum og hljóðverum. Hann hefur spilað með hljómsveitinni Valdimar frá upphafi ásamt því að hafa komið fram með hinum ýmsu hljómsveitum s.s. Klassart, Hipsumhaps, Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Stórsveit Reykjavíkur.
Þorvaldur er kennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Sponsors and partners