Birna Hallgrímsdóttir
Pianist
Birna Hallgrímsdóttir er fædd árið 1982, hún lauk Bakkalár gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og Meistaraprófi frá Royal College of Music í London árið 2009 auk þess að hafa stundað nám við tónlistarháskóla í Kuopio í Finnlandi og Stavanger í Noregi. Helstu kennarar Birnu voru Peter Mate, Kirsti Huttunen, Hakon Austbo, Ian Jones, Gordon Fergus-Thompson og Lilly Reiburn.
Birna er virk í íslensku tónlistarlífi og hefur komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár. Hún lék debut tónleika sína í Salnum í Kópavogi í júní 2009 og Grieg píanókonsertinn með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í nóvember 2010. Hún hefur verið virkur þátttkandi í tónleikum sem haldnir eru í Hörpu á vegum Classical Concert Company Reykjavík frá árinu 2010. Á árinu 2014 fékk Birna styrk frá Félagi íslenskra tónlistarflytjenda til tónleikahalds á Landsbyggðinni og lék einleiks tónleika í Hömrum á Ísafirði, Hverargerðiskirkju og í Laugarborg í Eyjarfirði. Sama ár lék hún einleikstónleika í tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Þann 1. apríl sl. kom Birna fram sem einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hún lét Jeux d´eau eftir Ravel.
Birna er verðlaunahafi í Epta píanókeppninni á Íslandi og var valinn Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2011. Á námsárunum hlaut hún Menningarstyrk Valitors, Styrk frá minningarsjóði Karls Sighvatssonar og tvívegis hlotið styrk um minningu Birgi Einarson apótekara.