Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir

Soprano

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir

Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, sópran, stundar söngnám við Listaháskóla Íslands hjá Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristni Sigmundssyni, Dísellu Lárusdóttur og Ryan Driscoll en þar hefur hún tekið þátt í tónleikaröðinni Gleymérei, farið með hlutverk Kálormsins í frumflutningi óperunnar Furðuveröld Lísu eftir John Speight undir stjórn Guðna Franzsonar, Anime Beate í óratoríunni Rappresentazione di Anima e Corpo eftir Cavalieri undir stjórn Sigurðar Halldórssonar og mun fara með hlutverk Papagenu í Töfraflautunni vorið 2023.

Hrafnhildur er meðlimur hljómsveitarinnar Korda sem tilnefnd var til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarviðburður ársins 2021 

Söngnámið hófst hjá Söngskóla Reykjavíkur þar sem hún lauk ABRSM grunnprófi undir handleiðslu Aðalheiðar M. Gunnarsdóttur og 2. stig á píanó en svo lá leiðin til Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem hún lauk miðprófi í söng undir handleiðslu Valgerðar Guðnadóttur og framhaldsprófi undir handleiðslu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Hrafnhildur var virkur nemandi Söngleikjadeildar skólans hjá Þóri Breiðfjörð, Valgerði Guðnadóttur, Orra Huginn, Ingvari Alfreðssyni og Jönu Maríu ásamt því að vera í kór skólans sem Helgi R. Ingvarsson stjórnaði. Í SSD tók hún þátt í tónleikum og söngleikjum og fór m.a. með aðalkvenhlutverkið í Kysstu mig Kata (2020) sem Lilli Vanessi og lék Fanny Gabor í Vorið vaknar (2019) hvor tveggja undir leikstjórn Orra Hugins ásamt því að hljóta fullan skólastyrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar fyrir veturinn 2019-2020. 

Hrafnhildur Eva hefur sungið á ýmsum masterclössum og þá m.a. hjá Ólöfu Kolbrúnu, Neil Semer, Stuart Skelton, Michael Moritz og Ryan Driscoll.

Einnig hefur Hrafnhildur sungið ýmis verk sem meðlimur Óperukórs Reykjavíkur undir stjórn Garðars Cortes og hún var í Söngdísakór og kór Vox Populi í tónleikaröðinni: Megas syngur Passíusálmana sem var flutt um páskana 2014 í Grafarvogskirkju og sýnt á RÚV. Hún hefur kennt dans og samið sviðshreyfingar og dansa m.a. fyrir uppfærslur Óperu- og Söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz, lokið BSc í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Reykjavík og er meðlimur í söngleikjasönghópnum Viðlagi.

Sponsors and partners