Jana María Guðmundsdóttir
Actress
Leik- og söngkonan Jana María hefur víðtæka reynslu af leikhúsi og tónlist bæði hérlendis og erlendis, með BA gráðu í leiklist frá Royal Conservatoire í Skotlandi og burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík.
Jana María hefur komið að fjölbreyttum verkefnum í leikhúsinu, m.a. Vesalingana fyrir Þjóðleikhúsið, Rocky Horror og Lilja 4ever fyrir MAK, Hárið fyrir Silfurtunglið í Hörpu & Hofi og Wizard of Oz í Citizens Theatre í Glasgow. Af sjónvarpsverkefnum má nefna Svörtu sanda, Vegferð, Loforðið, Stella Blomquist, Iceland is Best og fleiri.
Jana María var aðstoðarleikstjóri í söngleiknum Revolution, sem var sýndur í Minetta Lane Theatre í New York og var hluti af handritateymi sjónvarpsþátta um Vigdísi Finnbogadóttur fyrir Glassriver og Vesturport. Hún hefur skrifað barnabókina Töfrandi jólastundir, skrifað og stýrt þáttunum Jólin með Jönu Maríu fyrir RÚV, skapað og stýrt tónleikaröðinni Söngfuglar í Salnum og gefið út sólóplötuna Flora.
Meðal nýlegra verkefna má nefna tónleika fyrir Broadway against Bullying í Sony Hall í New York og aðalhlutverkið í nýjum söngleik, Time Stops sem var heims-frumsýndur á West Palm Beach í Flórída sumarið 2022.