Kári Fjóluson Thoroddsen

Baritone

Kári Fjóluson Thoroddsen

Kári Fjóluson Thoroddsen lagði stund á fiðlunám í Suzukideild Tónskóla Sigurveins á árunum 2006 til 2013. Hann stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík 2016 til 2018 og tók þar þátt í uppsetningu á Töfraflautunni. Árið 2018 tók hann með kór Menntaskólans í Hamrahlíð þátt í fullveldisdagskrá í Hörpu, Íslendingasögur: Sinfónísk sagnaskemmtun. Árið 2019 tók hann með MH-kórnum, ásamt fleiri kórum, þátt í uppsetningu Ungsveitar sinfóníunnar á Níundu sinfóníu Beethovens.

Frá árinu 2019 hefur Kári lært við einsöngsdeild Söngskóla Sigurðar Demetz, hjá Gunnari Guðbjörnssyni, Kristni Sigmundssyni og Viðari Gunnarssyni.

Kári hefur verið einn af skipuleggjundum tónlistarhátíðarinnar Hátíðni frá 2021. Í frítíma sínum hefur hann einnig fengist við tónsmíðar með tölvu og hljóðgervlum.

Sponsors and partners