Kvennakór Suðurnesja
Choir
Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968 og er hann elsti starfandi kvennakór á Íslandi. Kórinn hefur átt sinn þátt í blómlegu menningarlífi á Suðurnesjum og hefur stuðlað að þátttöku kvenna í tónlistarlífi á svæðinu, en mikill fjöldi söngkvenna hefur sungið með kórnum á þessari rúmlega hálfu öld. Helsta markmið Kvennakórs Suðurnesja er að bjóða upp á metnaðarfullt og skemmtilegt kórstarf fyrir konur á öllum aldri af Suðurnesjum auk þess að stuðla að öflugu menningarstarfi á Suðurnesjum með tónleikahaldi og þátttöku í ýmsum viðburðum. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir.