Pirkanpojat, finnskur drengjakór

Boys Choir

unnamed-2

Finnski drengjakórinn Pirkanpojat, sem stofnaður var árið 1970 starfar við dómkirkjuna í Tampere og er eitt öflugasta tónlistarfélag drengja í Finnlandi. Pirkanpojat hefur unnið til margra verðlauna og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt og árangur. Til dæmis var kórinn valinn „æskulýðskór ársins“ af finnska ríkisútvarpinu YLE árið 2007 og árið 2020 hlaut hann Majaoja menningarverðlaunin. Pirkanpojat syngja mjög fjölbreytta tónlist, kirkjutónlist, óperutónlist, nútímatónlist, finnska tónlist, popp og djass og koma reglulega fram með Fílharmoníunni í Tampere og fleiri sveitum. Kórinn hefur tekið upp 13 plötur fyrir útgáfufyrirtæki á borð við Alba og Naxos og farið í fjölmargar tónleikaferðir víða um lönd þar sem hann hefur hvarvetna hlotið frábærar viðtökur.
Nýleg verkefni Pirkanpojat eru m.a. óperan Suor Angelica eftir Puccini, Requiem Mozarts og Jóhannesarpassía Bachs auk fjölda frumflutninga á verkum eftir finnsk tónskáld.
Fjárhagslegir bakhjarlar Pirkanpojat eru Tampereborg og Samband lútherskra safnaða í Tampere. Tónleikaferðin til Íslands er styrkt af finnska tónlistarsjóðnum MES. Stjórnandi kórsins er Jouni Rissanen.

Sponsors and partners