Sólborg Valdimarsdóttir
Pianist

Sólborg Valdimarsdóttir hóf píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur átta ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem Peter Máté var hennar aðalkennari. Vorið 2009 lauk hún Bachelornámi við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peter Máté og lauk síðan mastersprófi í píanóleik vorið 2011 frá Det Jyske Musikkonservatorium. Sólborg hefur spilað einleik og komið fram með ýmsum kammerhópum hér heima og í Danmörku meðal annars á Tónlistarhátíðinni Bergmál á Dalvík, Tónlistarhátíð Unga fólksins og Tónlistarhátinni Opus í Aarhus. Meðfram tónleikahaldi hefur Sólborg kennt á píanó í Danmörku og á Íslandi. Sólborg lauk diplómanámi í listkennslu við Listaháskóla Íslands vorið 2014.