Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
Percussionist
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir er 19 ára Reykvíkingur. Hún byrjaði ung að læra á slagverk hjá Skólahljómsveit Grafarvogs. Hún stundar nú nám í klassísku slagverki hjá Helga Jónssyni í Tónlistaskóla Garðabæjar þar sem hún stefnir á að ljúka framhaldsprófi vorið 2017. Einnig stundar hún rythmískt nám hjá Matthíasi Hemstock við Tónlistarskóla FÍH. Síðastliðið ár hefur Svanhildur Lóa m.a. spilað með Ungsveit SÍ og í Ævintýraóperunni Baldursbrá en einnig er hún trommuleikari í hljómsveitunum Prime cake og Körrent.