Tómas Guðni Eggertsson
Pianist

Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum undir handleiðslu Vilhelmínu Ólafsdóttur vorið 1996. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2007 og kantorsprófi í kjölfarið. Tómas Guðni hefur starfað hér og hvar sem píanókennari, blásarakennari og organisti og er nú tónlistarstjóri Seljakirkju. Hann hefur unnið náið með tónlistarfólki á borð við Dimitri Ashkenazy, Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Þóru Einarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni, auk þess að stýra kórum, skipuleggja söngvahátíðir, semja tónlist og útsetja.