Elísabet og Sólborg

Leikfélagi Kópavogs · fim 26. maí kl. 12:15
Elísabet og Sólborg

Fyrstu tónleikar hátíðarinnar verða í Salnum, Kópavogi þann 26. maí. Elísabet Einarsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir stíga á stokk og gefa okkur sýnishorn af því sem koma skal á hátíðinni sjálfri.

Sólborg og Elísabet ætla að flytja magnað óperuprógram með ítölskum, þýskum og frönskum aríum. Þær einkennast af miklum blæbrigðum og söngkonan og píanóleikarinn fá að njóta sín í öllum fjölbreytileikanum.

Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791)                                                                                                              Al destin che la minaccia úr Mitridate  

Farnance langar að giftast Aspasiu en Aspasia óttast hann. Aspasia biður þá Sifare, bróður og óvin Farnace að vernda hana.

G. Donizetti (1897-1848)                                                                                                                                    Regnava nel silenzio úr Lucia di Lammermoor.

Í þessari frægu aríu segir Lucia Alisu þjónustustúlku sinni frá að hún hafi séð draug á þeim stað sem þær eru staddar. Hún telur að draugurinn sé stelpa sem drepin var af ættingja sínum frá Ravenswood. Ravenswood ættin og ættin hennar - Lammermoor hafa aldrei átt skap saman og hafa alltaf staðið í stöðugu stríði. Lucia segir þjónustustúlku sinni að ást hennar á Edgardo er sterkari en þessi váboði sem draugurinn er.

J. Strauss (1825-1899)                                                                                                                                                                        Mein herr Marquis úr óperettunni Die Fledermaus

Eisenstein er kynntur fyrir Adele, en hann er ekki viss um hver hún er því hún líkist svo þjónustustúlkunni hans. Hún hlær upphátt að þessu öllu saman. Þessi Marquis er fyndinn!


A. Thomas (1811-1886)
Oui, pour ce soir.. Je suis Titania la blonde úr Mignon

Philine fer í annað hlutverk og leikur ”Titaniu, hina ljóshærðu”. Bara í kvöld þá er hún töfragyðja sem er umvafin fuglum, blómum, fiðrildum og birtu.

G. Donizetti (1897-1848)
Par le rang et par l’opulence úr óperunni La fille du regiment

Marie er skilin eftir ein og yfirgefin. Elskhugi hennar er farinn í herinn. Þegar hún er næstum því búin að sætta sig við að vera ein, heyrir hún hertónlistina og verður svo glöð þegar hann kemur.





Þátttakendur

píanóleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar