Fjárlaganefndin syngur
Þögla nótt, í þínum örmum
þar er rótt og hvíld í hörmum,
hvíldir öllum oss.
Ljósar sumarnætur eru rauður þráður hádegistónleika Fjárlaganefndar. Elskendur sameinast undir sólbjörtum kvöldhimninum og klúrir endurreisnarmadrigalar endurspegla vel þá fundi. Í bjartri kyrrðinni upplifa ungir sem aldnir nánd við náttúruna sem hljómar í ákalli bænanna í kjölfarið. Svo er líka heilræðavísa þarna. Dagskránni lýkur svo á lofsöngvum til næturinnar, þess anda sem hún vekur í hjarta skáldsins og þeirri sátt sem svefninn veitir.
Frá 1.- 5. júní verða haldnir hádegistónleikar í Salnum eða Leikfélagi Kópavogs á hverjum degi frá klukkan 12:15 til 12:50. Þátttakendur á Óperudögum í Kópavogi koma fram og flytja tónlist úr ýmsum áttum.
Sönghópurinn Fjárlaganefndin kemur fram á tónleikunum þann 1. júní. Hægt er að tryggja sér miða á Karolina Fund