Poppea Remixed

Leikfélagi Kópavogs · fös 3. jún kl. 20:00
Leikfélagi Kópavogs · lau 4. jún kl. 18:00
Poppea Remixed

Poppea Remixed byggir á óperunni Krýning Poppeu (L’incoronazione die Poppea) eftir ítalska tónskáldið Claudio Monteverdi en hún er ein af elstu óperum óperusögunnar. Hún var frumsýnd árið 1643 í Feneyjum á Ítalíu og er enn þann dag í dag sýnd reglulega í öllum helstu óperuhúsum heims. Sögusviðið er Róm árið 60 og sagan byggir á sannsögulegum atburðum. Í Poppea Remixed einbeitum við okkur að aðalpersónunum þremur í óperunni; hinum harðbrjósta keisara Neró, konu hans Ottavíu og hjákonu Nerós, hinni kynþokkafullu Poppeu. Neró vill gera Poppeu að keisaraynju og í sameiningu niðurlægja þau Ottaviu sem að lokum er rekin burt frá Róm. Í aríunni frægu, Addio Roma, má heyra þegar Ottavia kveður borgina sína. Samband Nerós og Poppeu byggist á valdagræðgi og losta og er eitt rosalegasta ástarsamband óperubókmenntanna. Á milli óperusena leikur hollenska poppdúóið Sommerhus eigin lög svo úr verður nýtstárlegt samtal milli popp- og óperutónlistarinnar þar sem hið gamla mætir hinu nýja.

Þátttakendur

hljómsveit
leikstjóri og stjórnandi
mezzósópran

Styrktar- og samstarfsaðilar