Óperumjálm á Kattakaffihúsinu
Kattakaffihúsið, Bergstaðastræti · lau 20. okt

Óperudagar í Reykjavík hefjast laugardaginn 20. október og í tilefni þess verður Kattadúettinn frægi eftir Rossini fluttur nokkrum sinnum á opnunardeginum. Það er tilvalið að koma beint af opnunarviðburði Óperudaga í Reykjavík í Hallgrímskirkju (Syngjum saman) og setjast niður með ljúffengan kaffibolla og gotterí, klappa kisum og hlusta á þennan kómíska dúett á huggulega kisukaffihúsinu í Bergstaðastæti.