Þrymskviða

Norðurljós · fös 26. okt kl. 20:00
Norðurljós · lau 27. okt kl. 20:00
Þrymskviða Harpa 449x300px.jpg

Gamanóperan Þrymskviða eftir Jón Ásgeirsson verður flutt í Norðurljósasal Hörpu 26. og 27. október 2018. 

Þór uppgötvar að hamar hans Mjölnir er horfinn! Þrymur þursadrottinn hefur rænt honum og heimtar Freyju í lausnargjald. Hún er ófáanleg til þess að fórna sér fyrir hamarinn svo Þór fer í kvenmannsgerfi til Jötunheima að endurheimta vopn sitt í fylgd Loka Laufeyjarsonar.

Flytjendur
Þór – Guðmundur Karl Eiríksson 
Þrymur – Keith Reed
Freyja – Margrét Hrafnsdóttir 
Gríma – Agnes Þorsteinsdóttir
Heimdallur – Þorsteinn Freyr Sigurðsson
Loki – Eyjólfur Eyjólfsson 
1. ás – Gunnar Björn Jónsson
2. ás – Björn Þór Guðmundsson
Æsir og þursar –  Háskólakórinn
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson

Uppfærslan er í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar og 100 ára fullveldi Íslands. Þrymskviða er fyrsta íslenska óperan, frumflutt árið 1974.

Miðasala fer fram hjá miðasölu Hörpu og hér                                                                                

Miðaverð: 3.500 kr. Nemendur 25 ára og yngri, eldri borgarar og öryrkjar kr. 2.500.


Þátttakendur

söngkona
hljómsveitarstjóri
bassasöngvari og leikstjóri
píanóleikari

Styrktar- og samstarfsaðilar