OPEN CALL

Hafnarhúsið · fim 1. nóv kl. 11:00
44047545_467416863766694_5362291390887755776_n.png

Söngvarinn stígur fram tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Hvernig verða viðtökurnar?

Hvað er fyrirsöngur? Hvernig fer hann fram? Hvað getur gerst?  

OPEN CALL eða opinn fyrirsöngur er maraþongjörningur þar sem íslenskir klassískt menntaðir söngvarar syngja fyrir íslensku þjóðina í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur frá klukkan 11: 00 til 22:00 fimmtudaginn 1. nóvember. Gestir og gangandi geta komið við og verið eins og fluga á vegg og fylgst með því sem þar fer fram. 

Unnið verður með hugmyndina um fyrirsöng og um leið sýnt fram á hversu marga frábæra söngvara við Íslendingar eigum. Hvers vegna þekkjum við ekki betur til þeirra? 

Ókeypis aðgangur

Þátttakendur

leikstjóri og leikmyndahönnuður

Styrktar- og samstarfsaðilar