Súkkulaðikökuóperan
·

Í samstarfi við OMNOM Chocolate:
Sjónvarpskokkurinn frægi, Julia Child, kennir áhorfendum að baka franska súkkulaðiköku. Guja Sandholt fer með hlutverk Frú Child og Matthildur Anna Gísladóttir leikur með á píanó í gómsætustu óperu tónlistarsögunnar! Kokkurinn knái úr Hinu Blómlega búi, Árni Ólafur Jónsson er sérlegur aðstoðarkokkur frú Child. Hver veit nema áhorfendur fái að smakka á afrakstrinum að bakstri loknum?
Súkkulaðikökuóperan tekur um 20 mínútur í flutningi og er sungin á ensku.
Súkkulaðikökuóperan hentar einstaklega vel til að brjóta upp daginn í fyrirtækinu, hafið samband við að fá frekari upplýsingar!