Sónata
Sónata er ævintýraópera fyrir börn eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Messíönu Tómasdóttur, sem að var frumsýnd í Gamla bíói árið 1994. Nú glæðir sviðslistahópurinn Magga, Dísa og Sigga verkið nýju lífi og hefur þróað það áfram í samsköpun. Markmiðið er að kynna óperuformið fyrir börnum og á sama tíma að veita verkinu nýjar víddir með því að fá til liðs við okkur listamenn framarlega á sviði vídjóverka, leik- og gjörningalista. Þannig hefur hópurinn skapað heildstæðan tónlistarævintýraheim fyrir börn, með lífrænum kjarna í tölvuveröld.
Söguþráðurinn er nokkuð hefðbundinn ævintýrasöguþráður þar sem óttinn er á endanum aðal óvinurinn. Sögupersónurnar eru af ýmsum gerðum og hver þeirra talar sitt eigið sérstaka tungumál. Allt er þetta síðan fært upp á nýtt plan með tónlist Hjálmars þar sem hver persóna er dýpkuð með sinni eigin tónlist. Tvö hljóðfæri, semball og þverflauta, og þrjár raddir eru notaðar á margvíslegan hátt til að skapa heiminn og karakterana.
Þeir sem standa að sýningunni er listafólk sem hefur nýlokið listnámi eða er langt komið og langar að nýta hugmyndaauðgi sína og orku í að vinna með samtímatónlist og sviðslistaverk sem er jafnframt fallegt, aðgengilegt og tekur möguleikum tækninnar opnum örmum.
Sýningin tekur um 40 mínútur í flutningi og er hugsuð fyrir börn á aldrinum 3ára - 8ára.
Frítt inn - en vinsamlegast pantið miða hér
ATH! Aðeins þessi eina sýning á Óperudögum í Reykjavík.