Í draumi mínum
Fjölskylduviðburður í Norðurljósum í Hörpu laugardaginn 28. október kl. 14
Ókeypis aðgangur!
Í draumi mínum sé ég sýn og í henni er jörðin fín
Óperudagar efndu til ljóðasamkeppni fyrir grunnskólanema árið 2019, þar sem börnum var boðið að senda inn ljóð um náttúruna, loftslagið, framtíðarsýn sína og drauma. Hugmyndin á bak við keppnina var að fá innsýn inn í hugarheim barna og viðhorf þeirra til þessara málefna, ásamt því að efla þátttöku barna í menningarlífinu. Nokkur ljóð voru valin úr um 400 innsendum ljóðum og í kjölfarið fengu ung norræn tónskáld það verkefni að semja við þau tónverk.
Verkefnið heldur nú áfram að vaxa og dafna og bætast bæði barnakórar og ný tónskáld í hópinn. Á tónleikunum í Norðurljósum, Hörpu munu Skólakór Öldutúnsskóla og Barnakór Seltjarnarneskirkju flytja verk eftir Matta Borg, Önnu Pärt, Gisle Kverndokk og Ásbjörgu Jónsdóttur.
Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott í Hörpu en þrjár lyftur fara beint úr bílakjallara upp á 2., 3., 4., og 5. hæð.
Mynd: Georg 10 ára, 2021