Don Pasquale - Sviðslistahópurinn Óður
Don Pasquale, gamall forríkur piparsveinn á biðilsbuxunum. Ernesto, ungur og myndarlegur frændi hans og einkaerfingi. Hin glæsilega Norina, ung og efnalítil ekkja. Læknirinn og bragðarefurinn Malatesta setur af stað óborganlega atburðarás í þessari ærslafullu gamanóperu sem er full af ljúffengum laglínum og leiftrandi fjöri.
Sviðslistahópurinn Óður hefur sannarlega slegið í gegn í Kjallaranum með nýstárlegum og bráðskemmtilegum sýningum sínum á gamanóperunum Ástardrykknum og Don Pasquale. Hvort sem þú ert einlægur óperuunnandi eða hefur aldrei farið á óperusýningu getur þú sannarlega skemmt þér konunglega við hrífandi tónlist, sprell og fjör!
Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson
Tónlist: Gaetano Donizetti
Íslensk þýðing: Sólveig Sigurðardóttir
Sviðshreyfingar: Bjartey Elín Hauksdóttir
Búningar: Dögg Patricia Gunnarsdóttir
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson
Lengd: 2 klst