Horfðu á tónlistina!

Tjarnarbíó · fös 27. okt kl. 18:00
Tjarnarbíó · fös 27. okt kl. 20:00
Tjarnarbíó · sun 29. okt kl. 18:00
Tjarnarbíó · sun 29. okt kl. 20:00
banner_LATM_web

Í þessari annarri uppsetningu Look at the Music miðlar Stefan Sand öflugri samtímakórtónlist sem auðgar fegurðina í táknmálsljóðlistinni. Þetta verkefni er alþjóðlegt samstarf heyrandi og heyrnarlauss listafólks til eins árs og í dag munið þið uppgötva myndræn ljóð samin á íslensku táknmáli (ÍTM) og tónlist sem er samin sérstaklega til að standa því að jöfnu í fegurð og umfangi.

Look at the Music er verkefni sem hófst árið 2022 þegar lítið en öflugt teymi listamanna kom saman til að vinna að byltingarkenndu takmarki: að setja á svið fjölþætta tónleika sem öll geta haft ánægju af, heyrandi og heyrnarlaus, íslensku- og ÍTM-mælandi.

Í stað þess að semja tónlist og túlka hana svo á táknmál, vildu þau snúa dæminu við og byrja með efni á táknmáli og semja tónlistina í nánu samstarfi við heyrnarlausu skáldin.

Útkoman er einstök upplifun þar sem þið verðið leidd gegnum hið flókna og heillandi eðli íslenskrar döff menningar undir handleiðslu Elsu G. Björnsdóttur, heyrnarlausrar kvikmyndagerðarkonu og skálds; með undirleik undurfagurra radda efnilegra söngvara frá LHÍ. Fágæt upplifun og ef til vill nýtt og spennandi, ókannað svið samtímatónlistar.

Miðasala

Stefan Sand, tónskáld

Thomas Hammel, leikstjóri

Haukur Darri Hauksson, umsjón með táknmáli

Elsa G. Björnsdóttir, táknmálshöfundur og einsöngvari

Catherine O’Hara, sviðshreyfingar

Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, sviðs- og búningahönnuður

Eygló Höskuldsdóttir Viborg, hljóðhönnuður

Magnús Thorlacius, ljósahönnuður

Söngvarar

Bassar:

Gunnar Emil Ragnarsson

Orri Jónsson

Ólafur Freyr Birkisson

Tenórar:

Guðmundur Alfreðsson

Jón Ingi Stefánsson

Oddur Smári Rafnsson

Alt:

Bryndís Bergþórsdóttir

Eygló Höskuldsdóttir Viborg

Margrét Björk Daðadóttir

Sópran:

Ásta Sigríður Arnardóttir

Messíana Halla Kristinsdóttir

Steinunn María Þormar

Þátttakendur

tónskáld og stjórnandi
leikstjóri
einleikari á táknmáli
táknmálsskáld
samtök um eflingu táknmáls í listum

Styrktar- og samstarfsaðilar