Málþing
Norræna húsið · fim 26. okt kl. 14:00

Málþing Óperudaga er ætlað söngvurum og þeirra samstarfsfólki en í ár bjóðum við fjölda norrænna kollega okkar sérstaklega velkominn. Á málþinginu munum við ræða um starfsumhverfi klassískra söngvara og samstarfsfólks á Norðurlöndunum og víðar og heyra kynningar frá fagfólki víða að. Í lokin verður boðið upp á stutta sýningu í boði norska baritónsins Patrick Egersborg en með honum leikur Heleen Vegter á píanó.