Mörsugur

Norðurljós, Harpa · lau 28. okt kl. 20:00
Mörsugur

Mörsugur er ópera fyrir rödd með rafhljóðum og myndbandsverki, byggð á ljóðsögu eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Ljóðsagan er brotakennd frásögn með útúrdúrum sem gerist í þjóðsagnakenndri íslenskri náttúru. Erkitýpurnar sem persónan er byggð á eru goðsagnakenndar kvenfyrirmyndir. Í verkinu er reynt að ná utan um þokukennt hugarástand konu sem er á milli heima, á milli ljóss og myrkurs og þar sem minningar og raunskynjun renna í eitt. Verkið er unnið í samsköpunarferli Ásbjargar Jónsdóttur, Heiðu Árnadóttur og Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur. Myndbandsverk er eftir Ásdísi Birnu Gylfadóttur.

Miðasala

Þátttakendur

tónskáld, píanóleikari og söngkona
tónskáld, ljóðskáld, raddlistakona

Styrktar- og samstarfsaðilar