Masterklass fyrir söngvara

Söngskóli Sigurðar Demetz · mán 23. okt
Söngskóli Sigurðar Demetz · þri 24. okt
Söngskóli Sigurðar Demetz · mið 25. okt
tristan_isolde_04_low.jpg

Þriggja daga masterklass með sænsku sópransöngkonunni Gittu-Mariu Sjöberg, Matta Borg raddþjálfa og tónskáldi og Heleen Vegter píanista. Námskeiðið fer fram frá mánudegi 23.-miðvikudags 25. október og endar á hádegistónleikum þann 26. október.

Námskeiðið hentar langt komnum nemendum og atvinnusöngvurum. Hver dagur hefst á stuttri upphitun og hver þátttakandi fær einnig 2 einkatíma hjá Matta Borg. Námskeiðinu lýkur með hádegistónleikum þann 26. október. Námskeiðið fer fram í Söngskóla Sigurðar Demetz í Ármúla.

8 þátttakendur geta tekið þátt, vinsamlegast sendið umsókn með lífshlaupi og upptöku á operudagar@operudagar.is

Verð fyrir virka þátttöku á námskeiðinu er 36.000 ISK, niðurgreitt af Óperudögum.

Áheyrn að námskeiðinu er öllum opin og gjaldfrjáls.

Þátttakendur

óperusöngkona/þjálfi
píanisti
tónskáld og raddþjálfi

Styrktar- og samstarfsaðilar