Hvalreki og veraldlegur Hallgrímur
Fríkirkjan í Reykjavík · mið 23. okt kl. 20:00
Íslendingar þekkja Hallgrím Pétursson (1614 – 1674) fyrst og fremst sem sálmaskáld. Í ár er 350 ára ártíð hans minnst víða um land. Hann orti einnig mikið af veraldlegum kveðskap og verður sá kveðskapur í forgrunni á þessum tónleikum tríósins Hvalreka. Þau munu flytja texta við þjóðlög, sálmalög (druslur) og einnig nýsamin lög eftir Kjartan Valdemarsson.
Tríóið Hvalreka skipa
Magnea Tómasdóttir, söngur
Kjartan Guðnason, slagverk
Kjartan Valdemarsson, píanó
Miðasala fer eingöngu fram við innganginn, það verður posi á staðnum.
Þátttakendur
söngkona
píanó
slagverksleikari