Ipsa Dixit

Salurinn í Kópavogi · sun 3. nóv kl. 20:00
Ipsa_Dixit_2550x1700

Miðasala

Ipsa Dixit er kammerópera fyrir rödd, flautu, fiðlu og slagverk eftir bandarísku söngkonuna og tónskáldið Kate Soper. Verkið var frumflutt í New York árið 2016 af Soper sjálfri og The Wet Ink Ensemble. Það hlaut tilnefningu til Pulitzer verðlaunanna í tónlist árið 2017. Tónlistargagnrýnandinn Alex Ross kallaði verkið 21. aldar meistaraverk í rýni sinni fyrir The New Yorker - „níutíu mínútna stórafrek þar sem hugmyndir taka á sig hljóðham, einskonar heimspeki-ópera“. Ipsa dixit þýðir ,,hún sjálf sagði" og er leikur með frasann ,,Ipse dixit” - hann sjálfur sagði, sem er notaður yfir rökvilluna sem felst í því að taka staðhæfingu gilda ,,af því bara” án tilvísana og rökstuðnings - bara af því að hann sagði það. Á gáskafullan hátt veltir Soper upp spurningum um torræð og glæfraleg mörk hugmynda, tjáningar og tungumáls, sem hún svarar síðan í sömu andrá. Hún leggur út af textum og textabrotum margvíslegra höfunda; ljóðskálda, heimspekinga, tónlistarfræðinga, listamanna og leikskálda og umbreytir þeim alfarið í það sem hún sjálf segir.

Verkið leikur sér til hins ítrasta með mörk og möguleika hljóðfæra og krefst mikils af flytjendum. Fyrstu þrír þættir verksins verða nú settir upp í fyrsta skipti á Íslandi sem hluti af Óperudögum 2024.

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði, Tónlistarsjóði, Kópavogsbæ og Menningarsjóði FÍH.

Þátttakendur

hönnuður og framleiðandi
fiðla
páku- og slagverksleikari
Kristrún Rut Hassing Antonsdóttir
búningar
Hulda Kristín Hauksdóttir
búningar

Styrktar- og samstarfsaðilar