SYNGDU SYSTIR - HÁTÍÐARDAGSKRÁ

Harpa · lau 2. nóv kl. 12:00
Syngdu-dagskrá_800x600

Hátíðardagskrá Óperudaga í Hörpu laugardagurinn 2. nóvember verður tileinkuð röddum kvenna. Fjölmargar söngkonur munu hefja upp raust sína yfir daginn á fjölbreyttum söngviðburðum og koma fram ásamt fríðum flokki tónlistarkvenna (og nokkurra -manna) í Norðurljósasal Hörpu og í Hörpuhorni.

Á Íslandi geta konur sungið og tjáð sig frjálslega en sú er ekki raunin alls staðar í heiminum. Við hugsum til kynsystra okkar í Afghanistan sem eru í óhugsandi stöðu um þessar mundir. Tilraun þeirra til að mótmæla ástandinu í heimalandinu vakti athygli okkar en eins og nýlega kom fram í fréttum, hafa þær beitt söngröddinni til að mótmæla nýjum lögum Talíbana sem kveða á um að raddir kvenna megi ekki heyrast á almannafæri eða út fyrir veggi heimilisins.

Við tökum undir með þeim og syngjum og ímyndum okkur hvernig heimurinn væri ef raddir kvenna fengju alls staðar að hljóma hátt og snjallt og hefðu jafnmikið vægi og aðrar raddir.

Dagskráin er eftirfarandi:

12:00 Vökudraumar - Norðurljós
12:30 Syngdu systir, hádegistónleikar - Hörpuhorn
13:30 Örlagasögur kvenna - Norðurljós
15:00 Söngflæði - Hörpuhorn
16:00 móður:land - Norðurljós
19:00 Pierrot lunaire - Norðurljós
21:00 Ilm- & ómleikar / Þá birtist sjálfið - Norðurljós

Hægt er að kaupa hátíðarpassa á alla viðburðina á aðeins 9900 krónur. Hann veitir aðgang að öllum viðburðum dagsins.

Styrktar- og samstarfsaðilar