Ás Dís (Ásdís Birna Gylfadóttir)

Myndlistarkona

ásdís gylfadóttir

Ás Dís (Ásdís Birna Gylfadóttir) er myndlistarkona, en hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá AKI ArtEZ í Enschede, Hollandi sumarið 2022. Verk eftir hana hafa verið sýnd á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Austurríki. Helsta tjáningarform hennar eru myndbönd, í bland við gjörninga, tilraunakennda hljóðhönnun og innsetningar. Í verkum sínum rannsakar hún hugsanaferli sitt og hversdagsleikann, yfirþyrmandi hugsanir og stjórnleysi umhverfisins og leitast hún eftir því að lýsa því sjónrænt sem erfitt er að tjá með orðum. Ásamt tónskáldinu Ragnheiði Erlu stofnaði hún listakollektívið SÚL_VAD, einnig er hún meðlimur í RASK, hópi ungra íslenskra listamanna sem vinna þverfaglefa á sviði lista og nýsköpunar.

Á fyrri hátíðum

Styrktar- og samstarfsaðilar