Ása Fanney Gestsdóttir
Listrænn stjórnandi og söngkona

Ása Fanney er annar listrænna stjórnenda Óperudaga í Reykjavík. Hún nam óperusöng við Óperuskóla Tónlistarháskólans í Stuttgart árin 2002-2006 og bjó og starfaði sem söngkona í Þýskalandi í tólf ár. Hún söng þar á sviði mörg af helstu mezzósópran-hlutverkum óperubókmenntanna auk óratoríu og kom víða fram á tónleikum og tónlistarhátíðum s.s. í Salzburg, Ludwigsburg og Bad Wildbad. Ása var auk þess meðlimur í leikhópi Nina Kurzeja Tanztheater og kom fram á sýningum sem blönduðu saman leiklist, óperu og nútímadansi.
Ása lauk meistaragráðu í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst vorið 2017. Hún hefur starfað sjálfstætt undanfarin ár við ýmis verkefni í menningarlífinu, aðallega tengt skipulagningu viðburða og kynningarstarfi.