Ásbjörg Jónsdóttir

Tónskáld, píanóleikari og söngkona

AsbjorgJons.jpg

Ásbjörg Jónsdóttir er tónskáld, píanóleikari og söngkona. Hún lauk BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og MA gráðu frá sama skóla árið 2018. Ásbjörg stjórnar barnakór í Guðríðarkirkju og kennir hljómfræði og píanóleik við Listaskóla Mosfellsbæjar. Tónlist Ásbjargar hefur meðal annars verið flutt af Caput, Hljómeyki, Duo Harpverk, Elektra Ensemble, Dómkórnum í Reykjavík og IMPRU. Þá hafa verk hennar verið flutt á Myrkum músíkdögum þrisvar sinnum; af Duo Harpverk árið 2012, af Foot in the Door (kammersveit frá Hartt School sem sérhæfir sig í flutningi nýrrar tónlistar) 2015 og af Heiðu Árnadóttur 2019. Ásbjörg hefur einnig tekið að sér önnur verkefni í tónlist svo sem upptökur, útsetningar og rannsóknir. Ásbjörg vinnur um þessar mundir að rannsókn um jazz á Íslandi í samstarfi við Þorbjörgu Daphne Hall og Oxford University Press en það hefur verið styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, FÍH og LHÍ. Niðurstöður rannsóknarinnar munu birtast í köflum í bókum Oxford University Press um jazz í Evrópu. Ásbjörg gaf nýverið út bók með 12 nýjum sönglögum fyrir börn sem heitir Endalaus gleði – syngjum saman. Nánari upplýsingar um bókina er að finna inni á heimasíðunni tonafondur.com.

Styrktar- og samstarfsaðilar