Áslákur Ingvarsson
barítón

Áslákur Ingvarsson lauk bakkalárnámi af söngbraut tónlistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2021 og postgraduate námi úr söngdeild Konunglegu konservatóríunnar í Antwerpen haustið 2022. Hann söng nýverið hlutverk Marcello og hlutverk Leporello í uppfærslum La Musica Lirica á La Boheme og Don Giovanni á Ítalíu undir handleiðslu Kristjáns Jóhannssonar og hlutverk Dr. Malatesta í uppsetningu Sviðslistahópsins Óðs á Don Pasquale. Í vetur mun Áslákur koma fram í óperunni Hans og Gréta í uppsetningu Kammeróperunnar og í óperunni Póst-Jón í uppsetningu Óðs.