Ólöf Sigursveinsdóttir
Selló
Ólöf er sellóleikari og viðburðarstjórnandi með brennandi áhuga á sígildri tónlist og kynningu á henni fyrir hinn almenna hlustanda á Íslandi. Ólöf lauk sellónámi við Tónlistarháskólann í Stuttgart þar sem hún hóf einnig nám í hljómsveitarstjórn. Ólöf hefur komið fram sem einleikari á selló með sinfóníuhljómsveitum og heldur reglulega einleikstónleika með píanistum á borð við Slava Poprugin, Agnieszka Bryndal, Einar Bjart Egilsson og Bjarna Frímann Bjarnason. Ólöf hefur staðið fyrir stærri og smærri viðburðum í tónlist frá árinu 2013 og árleg tónlistarhátíð hennar heitir Berjadagar www.berjadaga.is og fer fram á Norðurlandi-eystri í Ólafsfirði. Þar kemur hún fram sem listrænn stjórnandi og skipuleggjandi. Til að framkvæma hátíðina safnar hún saman tónlistarmönnum á svið bæjarins og færir þannig klassíska tónlist nær dreifbýlinu. Áhugi hennar á tónlist hefur orðið til þess að hún stofnaði einstaka strengjasveit ásamt hópi félaga árið 2017: Íslenskir strengir. Hljómsveitin hefur frumflutt fjölda frumlegra tónsmíða fyrir strengjasveit. M.a. hið stórfenglega Musica Adventus eftir Peteris Vasks sem var frumflutt á Íslandi árið 2019 undir hennar stjórn.