Þóranna Dögg Björnsdóttir
tónskáld og flytjandi

Þóranna Dögg Björnsdóttir, tónskáld I flytjandi og myndlistarkona
Viðfangsefni Þórönnu eru mörg og fjölbreytt en snúast gjarnan um heimssýn einstaklingsins, hvernig hún mótast og þróast. Verkefnin fela í sér þverfagleg vinnubrögð og þreifingar þvert á miðla og eru verk hennar gjarnan sambland af mynd og hljóði; taka form í gegnum lifandi gjörninga, innsetningar, skúlptúra og hljóðverk. Verk Þórönnu hafa verið flutt víða og hefur hún komið fram á fjölmörgum tónleikum og listahátíðum á Íslandi og erlendis. Þóranna starfar einnig með listahópnum Wunderland http://wunderland.dk/