Þórdís Erla Zoëga
Leikmynda- og búningahönnuður
Þórdís Erla Zoëga er myndlistarkona búsett í Reykjavík. Hún er með BFA gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam þar sem hún stundaði nám á árunum 2008-2012. Einnig útskrifaðist hún með diplómu í Vefþróun úr Vefskólanum 2017.
Hún hefur sýnt víða t.a.m. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi.
Á Íslandi hefur hún m.a. gert verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Gerðarsafn og sýnt í D-sal Hafnarhússins.
Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir Búninga ársins 2016 í verkinu DADA Dans sem hún vann í samvinnu við Íslenska Dansflokkinn.
Þórdís gerir verk í hinum ýmsu miðlum sem eru spunnin út frá nánd, symmetríu og jafnvægi.