Þorsteinn Freyr Sigurðsson

Tenór

Þorsteinn Freyr
Þorsteinn Freyr Sigurðsson, tenór fæddist árið 1984 á Siglufirði. Hann hóf söngnám árið 2005 hjá Elísabetu Erlingsdóttir við Tónskóla Reykjavíkur. Frá 2007 til 2010 hélt hann námi sínu áfram með Elísabetu en í þetta sinn við Listaháskóla Íslands. 
Þorsteinn hefur tvisvar tekið þátt í óperustúdíói Íslensku óperunnar. Óperurnar Eine Nacht in Venedig árið 2006 og Cosi fan tutte árið 2008. Frá 2008 til 2010 var hann meðlimur í Kór íslensku óperunnar og söng með kór í óperunum Pagliacci, Cavalleria Rusticana og L’elisir d’amore. Árið 2012 söng Þorsteinn hlutverk Don Ottavio í óperunni Don Giovanni eftir W. A. Mozart á vegum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði sem flutt var þar og í Hörpunni í Reykjavík.
Þorsteinn söng hlutverk Ferrando í Cosi fan tutte í september 2011 í uppsetningu á vegum Hochschule für Musik, Theater und Medien í Hannover. Í Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín söng hann hlutverk Fé-ni-han í óperunni Ba-ta-clan eftir J. Offenbach, ótitlað hlutverk í Europeras 3 and 4 eftir John Cage, Basilio í Nozze di Figaro, Il contino í La finta giardiniera ásamt konsertum og öðrum uppsetningum. Þorsteinn útskrifaðist með Mastersgráðu í óperusöng árið 2013 frá Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín þar sem hann lærði hjá Prof. Scot Weir og frá 2013 til 2014 með Janet Williams í einkanámi 
Þorsteinn var fastráðinn í Theater Ulm, í Ulm suður-Þýskalandi frá árunum 2014 til 2017 þar sem hann söng m.a. hlutverkin: Camille de Rossillon í Die lustige Witwe eftir Franz Lehár, Eurimaco í Il ritorno d'Ulisse in patria e. Claudio Monteverdi, Ferrando í Cosi fan tutte eftir W. A. Mozart, Bob Boles í Peter Grimes eftir B. Britten, Pong í Turandot e. G. Puccini, Don Ottavio í Don Giovanni e. W. A. Mozart, Schmidt í Werther e. Jules Massenet, ónefnt hlutverk í heimsfrumsýningu verksins Treibgut e. Alexander Balanescu, Edmondo/Maestro di Ballo/Lampinaio í Manon Lescaut og Nemorino í L’elisir d’Amore e. G. Donizetti. 
Þorsteinn hefur einnig mikla reynslu af ljóðasöng og hefur komið fram á tónleikum í Þýskalandi sem og á Íslandi. Þorsteinn söng hlutverk Spoletta í uppfærslu Tosca í íslensku óperunni haustið 2017.
Þorsteinn flutti til íslands árið 2017 og starfar nú við söng, söngkennslu og kórstjórn.


Styrktar- og samstarfsaðilar