Alexander Jarl Þorsteinsson
Tenór

Alexander Jarl hóf söngnám ungur að aldri við Tónlistarskóla Vestmannaeyja haustið 2002 hjá Önnu Alexöndru Cwalinska og Anniku Tonuri og frá 2009 - 2011 hjá Guðrúnu Jóhönnu við Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann stundar nú nám við framhaldsdeild Söngskóla Sigurðar Demetz en kennari hans þar er Gunnar Guðbjörnsson. Í Óperudeildinni söng Alexander Jarl hlutverk Orfeo í uppfærslu skólans á Orfeo eftir Claudio Monteverdi í febrúar 2014; Lyonel í Martha eftir Friedrich von Flotow 2015 og Beppe í Rita eftir Donizetti 2016.