Anna Elísabet Sigurðardóttir

víóluleikari

anna elísabet

Anna Elísabet Sigurðardóttir, fædd 1997, lauk Mastersgráðu frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn vorið 2022 þar sem hún lærði hjá Tim Frederikssen og Magda Stevensson. Þar áður tók hún framhaldspróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Þórunnar Óskar Marinósdóttur. 

Anna er á samningi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þetta starfsárið ásamt því að sinna kennslu í Tónlistarskóla Kópavogs. Anna er meðlimur kammersveitarinnar Elju og kemur reglulega fram með ýmsum kammerhópum. 

Anna spilar á víólu smíðaða af Yann Besson árið 2011.

Mynd: Anna Maggý

Styrktar- og samstarfsaðilar