Art Across
samtök um eflingu táknmáls í listum
Art Across eru samtök stofnuð árið 2023 af hópi lista- og fræðafólks með sameiginlegan áhuga á eflingu táknmála í listum. Í teyminu eru heyrnarlausir, heyrnardaufir og heyrandi, fólk með táknmál sem móðurmál og táknmálsnemar, táknmálsfræðingar, leikarar og tónlistarfólk.
Yfirstandandi verkefni okkar, Look at the Music, hófst vorið 2022. Það fjallar um hvernig tónlist og táknmál tvinnast saman og hvernig þau gera upphafið hvort annað.
Í stað þess að semja tónlist og texta fyrst og þýða svo yfir á táknmál, byrjum við með efni á táknmáli til innblásturs. Tónlistina semjum við sem undirleik fyrir táknmálsljóðlistina. Að sama skapi erum við að vinna að því að gera tónlistina í verkunum aðgengilega öllum óháð heyrn: titringur sem berst gegnum gólf, sjónræn framsetning á takti og blæ, o.s.frv. Þetta er verkefni í þróun og er í eðli sínu afar tilraunakennt: við viljum geta af okkur nýja tegund listar sem bæði heyrnarlausir og heyrandi geta að jöfnu tekið þátt í ─ og notið!