Birgir Steinn Theodorsson
kontrabassi
Birgir Steinn Theodorsson byrjaði ungur að læra málmblástur. Hann lærði meðal annars á túbu, horn og trompet. Á unglingsaldri fór rokk og popp tónlist að hafa mikil áhrif og fór hann þar af leiðandi að læra á rafbassa. Birgir var þá í nokkrum hljómsveitum sem rafbassaleikari og hlaut mikla reynslu af því að spila fyrir fólk meðal annars með því að spila í messu alla sunnudaga um árabil. Það var samt ekki fyrr en seint á unglingsaldrinum sem að jazzinn fór að taka yfir og með því hljóðfærið kontrabassinn. Birgir Steinn flutti til Danmerkur með fjölskyldu sinni og fór að læra á kontrabassa. Þegar komið var aftur heim var farið beint í FÍH og lauk hann þar burtfaraprófi vorið 2015. Eftir FÍH fór hann í framhaldsnám til Berlínar. Ásamt Berlín dvaldi hann í eitt ár í New York og sinnti þar tónlistinni. Birgir Steinn hefur mikla reynslu í tónleikahaldi, upptökum og samspili. Hann kennir nú á raf- og kontrabassa við Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar auk þess að spila hin ýmsu gigg og hljóðrita bassa í ýmiskonar verkefnum.