Björg Brjánsdóttir
Flauta/altflauta
Björg Brjánsdóttir útskrifaðist af einleikarabraut frá Tónlistarháskóla Noregs vorið 2017 og hefur auk þess stundað nám í þverflautuleik við Tónlistarháskólann í Hannover, Tónlistarháskólann í München og Konunglega danska tónlistarháskólann. Björg var tilnefnd sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022 og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Elju kammersveit, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Lúðrasveitinni Svaninum og Íslenska flautukórnum. Hún er flautuleikari tónlistarhópsins Caput og Elju kammersveitar og hefur sinnt fjölmörgum hljómsveitarverkefnum í Þýskalandi Noregi, Íslandi og víðar. Í janúar 2024 kom út fyrsta einleiksplata Bjargar, GROWL POWER, með verkum eftir Báru Gísladóttur. Hún hefur unnið náið með fjölmörgum tónskáldum en síðar á árinu er önnur plata hennar væntanleg með nýjum einleiksverkum fyrir þverflautu eftir sex tónskáld.