Brynhildur Auðbjargardóttir
Kórstjóri

Brynhildur Auðbjargardóttir lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1989. Hún nam söngkennslufræði og stjórnunar- og leiðtogafræði við Tónlistarháskóla Noregs og lauk prófum þar árið 2001.
Hún hefur stjórnað fjölda kóra eins og Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Íslendingakórnum í Ósló og Kvennakór Öldutúns. Árið 2005 hóf hún störf í Öldutúnsskóla þar sem hún starfar enn bæði sem tónmenntakennari og kórstjóri. Einnig stjórnar hún Barnakór Hafnarfjarðarkirkju.