Einar Bjartur Egilsson
Píanóleikari

Einar Bjartur Egilsson lærði á píanó í Tónlistarskóla Mývatnssveitar, Tónskóla Sigursveins og síðar í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté. Árið 2013 lék hann einleik í píanókonsert eftir F. Poulenc með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eftir Listaháskólann lagði hann stund á framhaldsnám í píanóleik í Hollandi. Samhliða náminu samdi hann tónlist og gaf út hljómplötu með eigin verkum að nafni Heimkoma árið 2016. Einar hefur spilað með ýmsum tónlistarmönnum bæði hérlendis og í Hollandi. Hann starfar nú sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Árnesinga ásamt því að leika reglulega með kórum og listafólki á tónleikum og sýningum. Hann gaf nýlega út tvær hljómplötur með svissneskum píanóverkum og er um þessar mundir m.a. að vinna við undirbúning óperu, píanó einleiks auk útgáfu á nýrri plötu með eigin tónlist.