Eiríkur Rafn Stefánsson

trompetleikari

Eirikur_5

Eiríkur Rafn Stefánsson (1988) lærði á trompet í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Einari Jónssyni. Hann fór síðar í Tónlistarskóla FÍH þar sem hann kláraði bæði framhaldspróf í rytmískum trompetleik sem og kennaradeild vorið 2013. Vorið 2019 lauk Eiríkur bakkalárgráðu í rytmískum útsetningum og tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam en sótti einnig einkatíma í trompetleik. Eiríkur hefur spilað víða á Íslandi sem og erlendis og inn á hljómplötur, meðal annars með Stórsveit Reykjavíkur, Stórsveit Samúel Jóns Samúelssonar, Seabear, Sóley og Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Eiríkur kennir á trompet við Skólahljómsveit Kópavogs en fræðigreinar við Listaháskóla Íslands, MÍT og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Styrktar- og samstarfsaðilar