Góðir grannar
Sönghópur
Sönghópurinn Góðir grannar hefur starfað í yfir 20 ár. Hópurinn er skipaður reyndum söngvurum og vel menntuðum. Kórinn heldur að jafnaði tvenna tónleika á ári; á aðventu og að vorinu. Á vortónleikum eru ákveðin þemu lögð til grundvallar, má þar nefna söngva frá stríðsárunum, kvikmyndatónlist og himingeiminn. Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri svo sem á menningarnótt og vetrarhátíð. Tvívegis hefur kórinn tekið þátt í norræna kóramótinu Nordklang. Nú spreytir kórinn sig í fyrsta sinn á óperuflutningi. Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson.