Gerður Bolladóttir

Söngkona

Gerður Bolladóttir

Gerður Bolladóttir sópransöngkona og tónskáld, byrjaði ung að syngja í kirkjunni hjá prestinum föður sínum, en hóf formlegt söngnám 18 ára gömul við Tónlistarskólann á Akureyri. Hún lauk burtfararprófi í söng undir handleiðslu Sigurðar Demetz Franssonar og stundaði framhaldsnám við Indiana University, School of Music í Bloomington í Bandaríkjunum, þar sem helstu kennarar hennar voru Martina Arroyo og Klara Barlow. 

Gerður hefur haldið tónleika víðsvegar á Íslandi, Bandaríkjunum, Grænlandi, í Færeyjum og Petúrsborg. Hún hefur aðallega einbeitt sér að ljóðasöng og kirkjutónlist. Árið 2004 kom út diskurinn Jón Arason in memoriam með Gerði og Kára Þormar orgelleikara. Sömuleiðis gaf hún út geisladisk með íslenskum þjóðlögum í útsetningum Ferdinand Rauter og Önnu Þorvaldsdóttur.

Styrktar- og samstarfsaðilar