Gissur Páll Gissurarson
Söngvari
Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari hóf söngferil sinn 11 ára gamall í titilhlutverki Oliver Twist eftir Charles Dickens í Þjóðleikhúsinu. Gissur Páll hóf formlegt söngnám árið 1997 við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar. Árið 2001 hóf Gissur Páll nám við Conservatorio G.B. Martini í Bologna hjá Wilma Vernocchi. Að loknu námi í Bologna lærði Gissur Páll hjá Kristjáni Jóhannssyni.
Gissur Páll steig sín fyrstu skref sem einsöngvari á óperusviðinu árið 2003, og hefur síðan sungið fjölda hlutverka og tónleka. Gissur Páll hefur tekið þátt í söngvarakeppnum í tvígang og unnið til verðlauna í báðum. Hann hlaut 3. verðlaun í alþjóðlegu söngvarakeppninni ,,Flaviano Labò” árið 2005 og 2. verðlaun í alþjóðlegu söngvarakeppninni Brescia árið 2006 en þar fékk hann einnig sérstök verðlaun gagnrýnenda. Gissur Páll hefur komið víða fram, t.d. í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu, Japan og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.